Lífið

Hélt að Justin Timberlake væri hommi

Lái honum hver sem vill.
Lái honum hver sem vill.
Lance Bass, einn meðlima NSYNC, segir í viðtali í nóvembertölublaði GQ að hann hafi alltaf haldið að meirihluti hljómsveitarmeðlima væri samkynhneigður.

Hann sagði að þeir hefðu allir haldið að Justin Timberlake væri samkynhneigður vegna þess að hann sagðist vilja leika homma í bíómynd. Þá hefði annar meðlimur, Chris Kirkpatrick þótt líklegur vegna þess að hann hékk alltaf með danshöfundi sveitarinnar.

Kirkpatrick er ekki í neinu rusli út af þessu. Hann sagði við People tímaritið að honum þætti það meiriháttar að Bass, sem sjálfur er nýkominn út úr skápnum, hafi haldið að hann væri hommi. ,,Hann hefur gengið í gegnum margt síðan hann kom út úr skápnum. Við virðum það." sagði Kirkpatrick.

Bass hefur reynt að hasla sér völl í leiklist síðan strákabandið liðaðist í sundur, en segir að kynhneigð sín geri sér erfitt fyrir.

,,Ég hef farið í fjölda áheyrnarprufa fyrir bíómyndir og sjónvarpsþætti, en mér er ítrekað sagt að það sé ekki hægt að ráða mig í hlutverkið vegna þess að ég sé hommi. Það er eins og fólk geti ekki aðgreint þetta tvennt." sagði Bass við GQ.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.