Lífið

Plötufyrirtækið að gefast upp á Jennifer Lopez

MYND/Getty
Það gæti verið að styttast í annan endann á tónlistarferli Jennifer Lopez. Epic Records, plötufyrirtæki Lopez, er víst alveg að fá nóg af lélegri sölu á tónlist stúlkunnar, og yfirgengilegum kostnaði við markaðssetningu hennar.

Lopez eyðir tæpri hálfri milljón á dag í förðun þegar hún kemur fram. Ofan á það bætist kostnaður vegna bakraddasöngvara, dansara, tæknimanna, leigu á ljósum og hljóðkerfi.

MSNBC hefur það eftir heimildum innan plötufyrirtækisins að hún selji ekki nóg til að bera sig. Bara umslagið utan um nýjustu afurð stúlkunnar hafi kostað rúmar þrjár og hálfa milljón í förðun, lýsingu, ljósmyndara og myndvinnslu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.