Lífið

Brangelina fjölgar sér enn

Með svona gen er sennilega full ástæða til að fjölga sér.
Með svona gen er sennilega full ástæða til að fjölga sér. MYND/Getty
Angelina Jolie er ólétt af öðru barni sínu. Þessu héldu ítalskir fjölmiðlar fram í gær eftir að leikkonan þurfti að aflýsa fyrirlestri vegna ,,persónulegra ástæðna"

Jolie var á Ítalíu til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu um framtíð barna í alþjóðasamfélaginu í Pio Manzu setrinu nálægt Rimini.

Letizia Manjani, talskona setursins sagði að til að virða einkalíf stjörnunnar gæti hún ekki staðfest að leikkonan væri ólétt, en sagði að ítalskir fjölmiðlar færu rétt með staðreyndir.

Ef rétt reynist verður þetta fimmta barn Brangelinu parsins, en fyrir eiga þau hinn fimm ára Maddox, ættleiddan frá Kambódíu, hina þriggja ára Zahöru ættleidda frá Eþíópíu, Pax Thien, fjögurra ára ættleiddan frá Víetnam og Shiloh, sem fæddist parinu í namibíu fyrir rétt rúmu einu og hálfu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.