Lífið

Denzel Washington og Russel Crowe leika saman

Denzel Washington leikur fíkniefnabarón.
Denzel Washington leikur fíkniefnabarón.
Óskarsverðlaunahafarnir Denzel Washington og Russel Crowe hafa nýlokið við tökur á myndinni "American Gangster". Í myndinni leikur Washington eiturlyfjabaróninn Frank Lucas, sem auðgaðist mjög á sjöunda áratug síðustu aldar á því að flytja heroín til New York. Crowe leikur lögreglumann sem eltist við Lucas. Í samtali við AP fréttastofuna sagði Crowe að samstarf þeirra tveggja hefði gengið vel. Þótt myndin sé enn ekki fullkláruð er þegar farið að spá henni Óskarsverðlaunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.