Lífið

Safnplatan Bestaf/Nylon væntanleg

MYND/Fréttablaðið
Safnplata með bestu lögum Nylonlflokksins er væntanleg í verslanir í lok nóvember. Síðustu vikur hafa stelpurnar verið að taka upp tvo lög sem verða einu tvo nýju lögin á plötunni, en hún inniheldur 17 lög sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð miklum vinsældum og mikilli spilun í útvarpi á Íslandi og þó víðar væri leitað. Meðal laga á plötunni eru meðal annars: Lög unga fólsins, Einhverstaðar, einhvertíma aftur, Síðasta Sumar, Losing a friend og Sweet Dreams sem fór í efsta sæti breska dans listans á sama tíma í fyrra.

Á fimmtudaginn verður frumflutt lagið Shut Up á útvarps rásum landsins. Lagið er smá stefnubreyting frá því sem verið hefur og öllu fastara og þéttara en fyrri lög Nylon til þessa.

Þetta er fjórða plata stúlkanna á jafn mörgum árum. Fyrsta plata sveitarinnar, 100% Nylon kom út árið 2004. Árið 2005 var það platan Góðir hlutir og svo kom nýjasta skífan,Nylon, út í fyrra.

Nylon stúlkur eru þrjár í dag, Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir, en Emilía Björk Óskarsdóttir hætti í sveitinni í sumar. Lengi stóð til að leita að nýjum meðlim í stað Emilíu, en eftir að stúlkurnar komu fram á Stórtónleikum Kaupþings í sumar var ákveðið að Nylon yrði í framtíðinni tríó.

Þær Steinunn, Klara og Alma hafa verið í upptökum og æfingum frá því í sumar og undirbúið frekari landvinninga erlendis. Nýju lögin tvö á plötunni eru liður í þeim landvinningum. Þau eru tekinn upp af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Vigni Snæ Vigfússyni en höfundar beggja laganna eru erlendir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.