Lífið

Geðveikir bolir á tónleikum Rúna Júl

Breki Logason skrifar
Stelpurnar í Björginni seldur hátt í 200 boli um helgina. Sigrún er með gleraugu á hausnum og í röndóttir hettupeysu.
Stelpurnar í Björginni seldur hátt í 200 boli um helgina. Sigrún er með gleraugu á hausnum og í röndóttir hettupeysu.

„Þetta fór bara langt fram úr okkar björtustu vonum og ætli við höfum ekki selt hátt í 200 boli," segir Sigrún Ásgeirsdóttir félagi í Björginni í Reykjanesbæ. Björgin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem stóð fyrir sölu á bolum á tónleikum Rúna Júll í Laugardalshöllinni um helgina.

Um var að ræða lið í verkefninu „Geðveik hönnun" en hægt var að kaupa tvo boli á tónleikunum. „Á öðrum þeirra stendur geðveikur töffari og á hinum fyrsti kossinn. Síðan er árituð mynd af Rúnari sjálfum," segir Sigrún en verkefnið er unnið í samstarfi við Henson, Sparisjóðinn í Keflavík, Reykjanesbæ og Bónus.

„Við erum að nýta mannauðinn okkar í þetta en það eru hátt í 20 manns sem koma í Björgina á hverjum degi. Hjá okkur er mikið fjör og við búum meðal annars til jólakort og höldum jólabasar, síðan er margt sniðugt á döfinni."

Sigrún segir Henson hafa lagt til bolina og vélina en það var fólk úr Björginni sem sá um að búa til sjálfa bolina. Hún segir marga hafa nælt sér í bol og meðal annars nokkra alþingismenn auk þess sem fjölmiðlamaðurinn geðþekki Páll Ketilsson fékk sér bol.

Þeir sem náðu ekki að fjárfesta í bol um helgina geta nálgast þessa fögru boli hjá Björginni í Reykjanesbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.