Lífið

Audiæði hjá yfirstjórn RÚV

Það væsir ekki um skötuhjúin Þórhall og Brynju Nordqvist í hinum dökkgráa Audi sem Þórhallur festi nýlega kaup á.
Það væsir ekki um skötuhjúin Þórhall og Brynju Nordqvist í hinum dökkgráa Audi sem Þórhallur festi nýlega kaup á.
Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins fjárfesti í lok ágúst í spánnýjum dökkgráum Audi A6 bíl. Bíllinn er með tveggja lítra vél sem skilar 170 hestöflum og sjö gíra sjálfskiptingu og kostar rúmar 4,3 milljónir. Þetta er því hógvær útgáfa af A6, því þeir geta kostað allt 7,9 milljónir króna.

Þórhallur fetar þar með í fótspor Páls Magnússonar útvarpsstjóra, en sem kunnugt er ekur hann á Audi Q7, sem Ríkisútvarpið greiðir fyrir hann. Þórhallur borgar þó fyrir sinn bíl sjálfur.

Aðspurður hvort Páll hafi smitað hann af Audi bakteríunni sagðist Þórhallur ekkert vilja tjá sig um sín bílakaup, þau væru varla fréttnæm.

Sigríður Klingenberg spámiðill segir litavalið augljóst. Þetta sé gífurlega góð ,,sjetteríng." Þórhallur hreinlega glói og skíni í gráu, enda fari liturinn sérstaklega vel við grásprengt hárið og grá augu. Hún segir að maður sem velji sér gráan bíl sé maður sem hugsar málið frá upphafi til enda, og vilji hafa sitt á hreinu. Viðkomandi sé þorinn, á smekklega vísu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.