Lífið

Catherine Zeta Jones er ekki með anorexíu

MYND/Getty
Kynbomban Katherine Zeta Jones þvertekur fyrir að nokkuð sé hæft í orðrómi um að hún þjáist af lystarstoli. Leikkonan hefur löngum verið þekkt fyrir afar kvenlegan vöxt og andstöðu við megrunarmaníu ungstyrnanna í Hollywood. Undanfarið hafa hinsvegar heimsfrægar ávalar línur hennar vikið fyrir nýrri og tálgaðri líkamsvexti.

Það eru þó einfaldar skýringar á því. Jones segir í samtali við People tímaritið að hún hafi einfaldlega breytt um matarræði. Áður fyrr hafi hún borðað brauð í öll mál, en þeir dagar séu liðnir. Nú borði hún skynsamlega og hreyfi sig.

Jones, sem hefur áður látið hafa það eftir sér að henni finnist mjög grannar konur óhugnarlegar, segir nú að það sé óþarflega mikið sé gert af því að velta sér upp úr líkamsþyngd kvenna. ,,Það eru margar konur sem eru kannski örlítið grannar, og það verður að risa vandamáli" sagði stjarnan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.