Lífið

Neverland á nauðungaruppboð

Michael Jackson hefur 90 daga frest til að útvega sér 23 milljónir dollara eða sem svarar nær 1.400 milljónum kr. Annars fer Neverland búgarðurinn hans á nauðungaruppboð.

Það eru lánadrottnar Jackson sem gera þessa kröfu en þeir eru orðnir þreyttir á að bíða eftir þessari greiðslu. Neverland er metið á um 17 milljónir dollara og jörðin sem búgarðurinn stendur á er metin á 7 milljónir dollara.

Samkvæmt FOX fréttastöðinni er orðrómur um að Jackson muni lýsa sig gjaldþrota á næstunni til að forðast kröfur fleiri lánadrottna en talið er að skuldir hans nemi um 300 milljónum dollara eða sem svarar til 18 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.