Lífið

Britney vill forræði með Kevin

Bandaríska söngkonan Britney Spears freistaði þess fyrir dómstóli í Kaliforníu í gær að fá aftur forræði yfir börnunum sínum tveimur. Þau nú eru hjá fyrrverandi manni hennar Kevin Federline.

Britney hefur hins vegar umgengnisrétt. Söngkonan ók að dómshúsinu í hvítum Mercedes Benz.

Réttarhaldið tók þrjá klukkutíma, en ekki er gert ráð fyrir dómsorði fyrr en á þriðjudag. Þegar fréttamenn spurðu hana hvernig hefði gengið í réttarsalnum hrópaði hún ókvæðisorð að þeim.

Dómarinn hafði áður bannað Britney Spears að umgangast börn sín vegna mikillar fíkniefnaneyslu hennar, en leyfði henni síðar að hitta þau undir ströngu eftirliti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.