Lífið

Enn ein Lost stjarnan handtekin

Daniel Dae Kim í hlutverki Jin-Soo Kwon í Lost þáttunum
Daniel Dae Kim í hlutverki Jin-Soo Kwon í Lost þáttunum
Lost stjarnan Daniel Dae Kim var handtekinn snemma á þriðjudagsmorgun í grunaður um ölvun við akstur. Lögregla á Hawaii, þar sem þættirnir eru teknir, handtók Kim um þrjúleitið aðfaranótt þriðjudags. Honum var sleppt aftur gegn tryggingu um tveimur tímum síðar.

Lögreglan á Hawaii hefur greinilega haft nóg að gera. Kim er hvorki meira né minna en fjórði leikarinn úr þáttunum sem er handtekinn, og hefur enginn hinna endst lengi í þáttunum eftir handtökuna. Michelle Rodriguez og Cynthia Watros voru báðar handteknar fyrir ölvunarakstur í desember árið 2005. Þær játuðu sök, og voru horfnar úr þáttunum skömmu síðar. Í september árið 2006 var Adewale Akinnuoye-Agbaje handtekinn fyrir að keyra próflaus og hlýða ekki skipunum lögreglu. Ákærurnar voru seinna felldar niður, en persóna hans í þáttunum, Mr. Eko, var skömmu síðar drepin af undarlegu skrímsli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.