Lífið

Dagbækur Britney til sölu

MYND/Getty
Eins og greyið Britney Spears eigi ekki nógu bágt. Stuttu eftir skelfilega frammistöðu hennar á MTV verðlaunahátíðinni í September, hafði einn af nánustu vinum hennar, Sam Lutfi, samband við breskt dagblað. Þrátt fyrir að Sam neiti því, segist blaðið Life &Style hafa fyrir því heimildir að hann hafi sagst hafa dagbækur Britney undir höndum, og hafi sagt blaðinu að hann hefði þegar fengið tilboð upp á milljón dollara fyrir bækurnar.

Lutfi er ekki einn um að ætla að hagnast á poppprinsessunni. Að sögn OK Magazine er móðir hennar, Lynne Spears, að leggja lokahönd á sjálfsævisögu. Sú kemur út á næsta ári og fjallar meðal annars um erfiðleikana bundna því að ala upp heimsfræg börn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.