Lífið

Paris Hilton varðveitt til eilífðar

Núna þurfa komandi kynslóðir ekki að óttast líf án Parisar Hilton. Stúlkan hefur nefnilega fjárfest í geymsluplássi hjá Cryonics Institute, stofnun sem frystir lík fólks til varðveislu uns framfarir í læknavísindum gera það kleift að vekja það aftur til lífsins. Og það er ekki bara Hilton sjálf sem öðlast möguleikann á framhaldslífi. Hundarnir hennar Tinkerbell og Cinderella munu fylgja henni inn í frosna eilífðina.

Nu eru um 84 menn og um 50 gæludýr sem hafa þegar tryggt sér framhaldslíf í frystigeymslum Cryonics stofnunarinnar. Um 80 manns eru frosin í öðrum stofnunum. Upp til hópa eru vísindamenn þó efins í að tiltækið virki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.