Lífið

Dorrit féll fyrir forsetanum í Bláa lóninu

Ólafur Ragnar Grímsson hélt ræðu við Bláa lónið í kvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson hélt ræðu við Bláa lónið í kvöld.

Þegar Dorrit Moussaieff forsetafrú kom fyrst hingað til lands bauð Ólafur Ragnar henni í Bláa lónið. Það varð meðal þess sem vakti hrifningu hennar á landinu og leiddi síðar til sambands forsetahjónanna. Þetta sagði forsetinn í ræðu, við mikinn fögnuð áheyrenda, þegar nýtt glæsilegt húsnæði var opnað við Bláa lónið nú undir kvöld.

Forsetinn sagði að Bláa lónið væri það sem Ísland væri helst þekkt fyrir í nútímanum. Þangað hefðu þau hjónin margoft komið með erlendum gestum sínum við mikla hrifningu.

Þá spurði forsetinn hverjum hefði dottið það í hug fyrir áratugum, þegar vatni var hleypt á fyrstu húsin í Grindavík, að Bláa lónið ætti eftir að verða að því sem það er í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.