Lífið

Framhald Da Vinci Code í bíó á næsta ári

Framhald hinnar geysivinsælu bíómyndar The Da Vinci Code kemur út á næsta ári. Myndin verður byggð á bókinni Angels & Demons, en hana skrifaði Dan Brown áður en hann byrjaði á The Da Vinci Code.

Þegar afkomutölur fyrir The Da Vinci Code upp á rúma 45 milljarða lágu fyrir sáu framleiðendur myndarinnar sér hins vegar leik á borði og ákváðu að gera framhaldsmynd úr fyrri bókinni.

Tom Hanks mun snúa aftur sem aðalpersónan Robert Langdon, og Ron Howard leikstýrir. Áætlað er að myndin komi í bíó í desember 2008.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.