Lífið

Mannasiðaþjálfari kærir Borat

Borat á góðum degi.
Borat á góðum degi. MYND/Getty
Mannasiðaþjálfari í Alabama hefur kært Sacha Baron Cohen, betur þekktan sem Borat, og 20th Century Fox vegna atriðis með henni í myndinni um ferð Borats til Bandaríkjanna.

Í atriðinu sýnir Borat þjálfaranum, Kathie Martin, sem rekur mannasiðaskóla í Birmingham í Alabama, mynd af nöktum syni sínum.

Martin er sú síðasta í langri röð ,,fórnarlamba" Borats sem kæra hann og kvikmyndafyrirtækið. Hún lagði fram langan lista af kærum, þar á meðal fyrir fölsun, brot á friðhelgi einkalífsins og það að valda henni viljandi tilfinningalegum skaða. Hún fer fram á skaðabætur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.