Lífið

Amy Winehouse hættir að drekka - fyrripartinn

Amy Winehouse
Amy Winehouse MYND/Getty
Amy Winehouse hefur viðurkennt að hún eigi við áfengisvandamál að stríða, og ákveðið að hætta að drekka. Áður en hún stígur á svið að minnsta kosti.

Eftir að Winehouse stautaði sig glaseygð í gegnum fyrstu tónleikana í tónleikaferðalagi hennar í síðustu viku óttaðist starfsfólk hennar að ferðalagið yrði enn ein sukkreisan. Ekki batnaði andrúmsloftið þegar söngkonan var handtekin í Noregi fyrir vörslu kannabisefna. Eftir það flaug pabbi hennar yfir og endaði það með því að hún lofaði að hætta að drekka áður en hún stígur á svið. Það hefur hún að sögn heimildarmanna Sun blaðsins staðið við, þó öðru máli gegni um hvað gerist eftir að tónleikum lýkur.

Amy hefur frá því hún tók of stóran skammt af heróíni og kókaíni í sumar reynt hinar ýmsu aðferðir til að draga úr neyslu sinni. Hún fór í meðferð með eiginmanninum, reyndi að hætta upp á eigin spítur. Þá reyndi hún að áeggjan vina sinna að skipta heróíninu út fyrir kannabisefni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.