Lífið

Dónalegt Duran Duran myndband bannað í Bretlandi

Myndband við nýjasta lag Durans Durans, Falling Down, hefur verið bannað í Bretlandi. Lagið, sem Duran liðar sömdu með Justin Timberlake, fjallar um taugaáföll og vandræðagang stjarna eins og Britney Spears og Lindsay Lohan.

Myndbandinu er ætlað að gera grín að því að áfengis- og eiturlyfjameðferð sé í tísku hjá ungstyrnum. Kvikmyndaeftirliti Bretlands fannst grínið ekki fyndið.

Í myndbandinu, sem var skotið á geðsjúkrahúsi í Los Angeles, sjást sokkaklæddar hjúkrunarkonur baða hálfnaktar fyrirsætur á barmi taugaáfalls. Þá eru hljómsveitameðlimir í læknabúningum, að stinga töflum upp í sjúklinga.

Kvikmyndaeftirlitið taldi að miskunarlaust grín sem gert væri að meðferðum í myndbandinu myndi reita sjálfshjálparhópa til reiði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Duran liðar lenda í útistöðum við kvikmyndaeftirlitið. Myndbandið við lag þeirra Girls on film var bannað árið 1982.

Myndbandið má sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.