Lífið

Simply Red að hætta

Mick Hucknall
Mick Hucknall MYND/Getty
Ellismellasveitin Simply Red hefur ákveðið að leggja upp laupana. Sveitin, sem hefur starfað í 25 ár, og á að baki smelli eins og Stars og Money's Too Tight, munu hætta eftir að næstu tónleikaferð þeirra lýkur árið 2009. Þetta tilkynnti söngvari sveitarinnar, Mick Hucknall, í viðtali á breskri útvarpsstöð í gær.

Hucknall sagði að nýútgefin plata sveitarinnar, Stay, yrði þeirra síðasta. Hann mun þó halda sólóferli sínum áfram og einbeita sér að tónlist eins og blús og R&B, sem átti ekki við tónlistarstefnu Simply Red.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.