Lífið

Deigluklíkan herðir tökin á borginni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir stjórnmálafræðinemi hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Kristín Hrefna er sambýliskona Borgars Þórs Einarssonar stjúpsonar Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Kristín Hrefna vill ekki meina að fjölskyldutengsl hafi ráðið neinu um ráðningu sína. "Ég hef talsverða reynslu úr stjórnmálastarfi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ég er ritari SUS og svo er ég varabæjarfulltrúi í Árborg," segir Kristín Hrefna. Auk þess hefur Kristín Hrefna verið virkur penni á vefritinu Deiglan, en Borgar Þór, sambýlismaður hennar, var stofnandi vefsins.

Meirihlutinn í Árborg sprakk skömmu eftir síðustu kosningar og segist Kristín Hrefna búa yfir reynslu frá þeim tíma sem hún vonist til að geti gagnast borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins nú.

Kristín Hrefna segir að sér lítist mjög vel á þau verkefni sem framundan eru. Á næstu dögum muni hún taka sér tíma til að kynna sér starfið gaumgæfilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.