Lífið

Ofbökuð kartafla veldur skelfingu

Þrír slökkviliðsbílar voru kallaðir að höfuðstöðvum BBC í London í gær eftir að eldvarnarkerfi hússins fór í gang. Betur fór þó en á horfðist því ástæðan reyndist ofbökuð kartafla.

Útvarpsmaðurinn Chris Evans hafði ætlað að fá sér snarl áður en hann færi í útsendingu. Hann valdi sér litla kartöflu og skellti henni í örbylgjuofninn. Eitthvað fór þó úrskeiðis, því ofninn sprakk skömmu síðar.

Eftir að havaríinu lauk baðst Evans afsökunar í beinni:

,,Ég ætla að tileinka þennan þátt slökkviliðinu í Euston. Nafnlaus einstaklingur hér innanhúss olli því að það þurfti að kalla liðið út með því að vita ekki hve langan tíma tæki að elda kartöflu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.