Lífið

Paradísin Ísland í Grey's Anatomy

Handritshöfundum sjúkrahúsdramans Grey's Anatomy finnst greinilega mikið til Íslands koma, en í fjórða þætti nýjustu þáttaraðarinnar bregður landinu fyrir á óvenjulegan hátt. Kona sem fær þær fréttir að hún sé dauðvona ákveður að eyða síðustu dögunum á Íslandi - landinu þar sem sólin sest aldrei.

Ferðamálaskrifstofa segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Seinna í þættinum kemur það í ljós að sjúkdómsgreiningin átti við annan sjúkling og að konan er stálslegin. Í stað þess að lögsækja sjúkrahúsið, eins og alsiða er í Bandaríkjum Norður Ameríku ákveður konan að fallast á skaðabætur í formi þriggja herbergja íbúðar í Reykjavík. Fyrir þá sem þekkja íslenskt húsnæðisverð má svo velta því fyrir sér hvort það hafi verið vel sloppið hjá spítalanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.