Lífið

Gagnrýnandi rústar Latabæ

Andri Ólafsson skrifar

Gagnrýnandi leikhússíðunnar whatsonstage.com birti í gær dóm um uppsetningu á leikritinu um Latabæ sem nú er sýnt í London. Sýningin fær eina stjörnu.

Gagnrýnandinn, Heather Neill, fer ekki fögrum orðum um sýningunna. Hún segir hana sálarlausa markaðsvöru og að gestirnir hefðu allt eins getað setið heima hjá sér og horft á sjónvarpið.

Neill sér ástæðu til að nefna það að sýningin um Latabæ jafnist engan veginn á við uppfærslu Vesturports á Rómeó og Júlíu sem sýnd var í London hér um árið.

Engir Íslendingar koma að uppsetningunni í London. Með hlutverk Íþróttaálfsins fer Julian Essex-Spurrier en Glanni glæpur er leikinn af Scott Joseph. Sýningunni leikstýrir Richard Lewis.

Það skal tekið fram að lesendur síðunnar whatsonstage.com eru ekki jafn fúlir yfir Latabæ og gagnrýnandinn Heather Neill. Þeir gefa Latabæ að meðaltali fjórar stjörnur.

Dóminn má lesa hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.