Lífið

Birgitta og Bensi kaupa Bimma

Breki Logason skrifar
Birgitta og Bensi
Birgitta Haukdal er komin á þriðja Bimmann.
Birgitta og Bensi Birgitta Haukdal er komin á þriðja Bimmann.

„Þetta er þriðji BMW-inn sem ég eignast, það má því segja að ég sé áskrifandi," segir Birgitta Haukdal sem slegið hefur í gegn á götum borgarinnar á Ásnum svokallaða frá BMW. Birgitta og kærasti hennar Benedikt Einarsson, sem alltaf er kallaður Bensi, eiga einn stóran bíl að sögn Birgittu. „Svo finnst mér fínt að eiga einn svona lítinn borgarbíl. Ég hef tekið ástfóstri við þessa bíla og hef yfirleitt fengið mér þá nýjustu, það er fínt að fá smá tilbreytingu," segir Birgitta greinilega ánægð með nýja bílinn.

Annars er það að frétta af Birgittu að fyrsta sólóplata hennar fór út í prentun í gær og vonast hún eftir því að platan verði komin í búðir 12.nóvember. „Þetta er svona róleg plata til þess að slaka á við. Og til þess að ganga úr skugga um að hún stæðist þær væntingar fór ég í bað og renndi henni í gegn."

Hljómsveitin Írafár hefur verið í löngu hléi undanfarið en Birgitta segir þau koma aftur, hún viti bara ekki hvenær. „Ég verð að viðurkenna að ég sakna strákanna," segir Birgitta Haukdal að lokum sátt með nýju plötuna og nýja bílinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.