Lífið

Slökkviliðsmenn á stjörnufæði í Malibu

Slökkviliðsmenn sem leggja líf og limi í hættu við að bjarga húsum stjarnanna í Hollywood þurfa ekki að svelta, því lúxusveitingastaðurinn Nobu í Malibu hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum með því að gefa þeim að borða.

Vefsíðan TMZ greinir frá þessu. Nobu er veitingastaður meistarakokksins Nobuyuki "Nobu" Matsuhisa, sem er þekktur fyrir hugmyndaríka ,,fusion" eldamennsku sína, þar sem hann blandar saman hefðbundinni japanskri matargerðarlist og áhrifum frá Suður-Ameríku.

Og ekki er verið að bjóða upp á sveittar samlokur, en á matseðli staðarins má meðal annars finna hið fokdýra Kobe nautakjöt, túnfisktartar með kavíar og humar ceviche.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.