Lífið

Rútubílstjóri vill verða ráðuneytisstjóri

Andri Ólafsson skrifar
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson rútubílstjóri frá Keflavík
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson rútubílstjóri frá Keflavík

Ég tel mig alveg eiga jafnmikið erindi í þetta starf og hinir umsækjendurnir," segir Guðmundur Eyjólfur Jóelsson rútubílstjóri frá Keflavík. Guðmundur er einn tólf umsækjenda um starf ráðuneytisstjóra í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Guðmundur er að eigin sögn áhugamaður um þjóðfélagsmál. Hann bloggar reglulega og á heimsíðu sinni segir hann:"Ef ég sé óréttlæti og slóðahátt læt ég vita af því ásamt því að vilja gera það sem ég get til að gera þjóðfélagið betra."

Umsókn Guðmundar vakti óneitanlega athygli enda flestir umsækjenda hoknir af reynslu eftir áratugastörf í millistjórnendastöðum hjá ráðuneytum landbúnaðar og sjávarútvegsmála.

Aðspurður um hvort Guðmundur sé bjartsýnn á að hreppa starf ráðuneytisstjóra svarar Guðmundur: "Verður maður ekki að vera bjartsýnn í þessu sem og öðru."

Umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem skipað verður í frá og með 1. janúar 2008:

Arndís Ármann Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri

Baldur P. Erlingsson, deildarstjóri

Belinda Theriault, fyrrverandi forstöðumaður

Einar Gunnarsson, starfsmannastjóri

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri

Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri

Kristinn Hugason, stjórnsýslufræðingur

Maríanna H. Helgadóttir, framkvæmdastjóri

Róbert Trausti Árnason, ráðgjafi

Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri

Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri

Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.