Lífið

Kaffimálari hefur áhyggjur af heimsmarkaðsverði

Heimsmarkaðsverð á kaffi er nú í hæstu hæðum og lítið útlit fyrir að breyting verði þar á fram á næsta ár. Bergur Thorberg kaffimálari hefur töluverðar áhyggjur af þessari þróun enda er kaffi eitt hans helsta atvinnutæki.

"Það segir sig sjálft að þetta hefur áhrif á mína vinnu," segir Bergur í samtali við Vísi. "Ég nota ýmsar tegundir af kaffi í listsköpun minni og blanda þeim svo saman til að fá fram réttu litaáferðina. Annars er ég í samvinnu við Gevalia sem útvegar mér flest það sem ég þarf."

Bergur segir aðspurður að ekki komi til greina að "hella sér út í teið" í staðinn. "Það gengur ekki í minni listsköpun," segir hann. Bergur bendir á að fleiri en hann verði fyrir barðinu á háu kaffiverði. "Þetta er næstmest seldi vökvi í heimi í lítrum talið, næst á eftir olíunni," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.