Lífið

Arnaldur sendir frá sér Harðskafa

MYND/Ralf Baumgarten

Aðdáendur lögregluteymisins Erlends, Sigurðar Óla og Elínborgar, sem eru orðin þjóðkunn úr glæpasögum Arnaldar Indriðasonar, geta tekið gleði sína á ný því þau verða á ferðinni í nýjustu bók Arnaldar sem hlotið hefur nafnið Harðskafi.

Nafnið er sótt til Austfjarða en þar er finna fjall með sama nafni upp af Eskifirði. Í samtali við Vísi sagði Arnaldur að sögusviðið í bókinni væri þó ekki þar en hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um bókina. Hún kemur út þann 1. nóvember og má fastlega búast við því að hún verði ofarlega á metsölulistum bókabúðanna fyrir komandi jól enda hefur Arnaldur notið fádæma vinsælda fyrir glæpasögur sínar hér á landi.

Harðskafi er áttunda bók Arnaldar um rannsóknarlögreglumanninn Erlend og félaga hans en sú síðasta, Vetrarborgin, kom út árið 2005. Glæpasögur Arnaldar verða jafnframt ellefu talsins með útkomu nýju bókarinnar. Arnaldur hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir bækur sínar, þar á meðal norrænu glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn í tvígang og Gullna rýtinginn, verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.