Lífið

Pitt og Jolie framleiða sjónvarpsþætti

Angelina og Brad mæta á frumsýningu í New York 18. september síðastliðinn.
Angelina og Brad mæta á frumsýningu í New York 18. september síðastliðinn. MYND/AFP

Brad Pitt og Angelina Jolie ætla að framleiða þáttaröð saman samkvæmt nýjustu heimildum Hollywood Reporter. Þættirnir verða dramatísk saga starfsmanna hjálparstofnana sem vinna á stríðshrjáðum svæðum. Parið verður aðalframleiðandi þáttanna ásamt Scott Burns sem framleiddi óskarsverðlaunamynd Al Gore, The Inconvenient Truth - Óþægilegur sannleikur.

Frá árinu 2001 hefur Jolie verið sendiherra góðgerðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum og ferðast til stríðshrjáðra svæða.

Þættirnir munu fara ofan í kjölinn á stjórnun bakvið tjöldin hjá alþjóðlegum hjálparstofnunum og sýna líf hjálparstarfsmannanna og fólksins sem þeir hjálpa.

Leikaraparið á fjögur börn. Saman hafa þau stutt fjölda hjálparsamtaka í gegnum Jolie-Pitt sjóðinn. Læknar án landamæra og Global Action for Children, alþjóðleg samtök fyrir börn, hafa hvort fengið framlög úr sjóðnum upp á rúmlega 60 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.