Lífið

Sonur sjónvarpsstjörnu drukknaði

Hunter Tylo við Emmy verðlaunin í apríl á þessu ári.
Hunter Tylo við Emmy verðlaunin í apríl á þessu ári. MYND/AFP

Sonur sjónvarpsstjörnunnar Hunter Tylo sem best er þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum the Bold and the Beautiful drukknaði í sundlaug í Las Vegas. Hann var 19 ára gamall. Michael Tylo yngri var úrskurðaður látinn stuttu fyrir miðnætti á fimmtudag á heimili í úthverfi borgarinnar. Dánardómsstjóri skráði orsök andlátsins af slysförum.

Hunter sem er 45 ára var í Los Angeles þegar atvikið átti sér stað. Fyrrverandi eiginmaður hennar er aðstoðarprófessor við kvikmyndagerð í Nevadaháskólann í Las Vegas. Leikkonan á þrjú önnur börn, Chris, Izabella Gabrielle og Katya Ariel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.