Lífið

Kvartað yfir hrákanum hans Eiðs Smára

Eiður Smári Guðjohnsen gengur af velli eftir tapið gegn Lettum.
Eiður Smári Guðjohnsen gengur af velli eftir tapið gegn Lettum. MYND/Pjetur

Morgunblaðið birtir í dag lesendabréf frá Guðrúnu Björnsdóttur, Selfossi, sem er ekki par hrifin af framkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í landsleiknum á dögunum. „Það var nánast hneisa að sjá Eið Smára hrækja og spýta út úr sér í nærmynd," segir Guðrún og segist nánast hafa átt von á slummunni inní stofu.

„Eiður ætti að kaupa sér hrákadall og eitt stykki þjón til að hlaupa á eftir sér út víðan völl, eða láta af svona sóðaskap," segir Guðrún.

Ekki náðist í Guðrúnu þegar Vísir reyndi að hafa upp á henni og Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára vildi ekkert tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.