Hundruð milljóna í tekjur af Airwaves 22. október 2007 12:32 Mugison er einn af þeim sem tróð upp á Iceland Airwaves. MYND/Stöð 2 Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi alla helgina þegar hátt í fimm þúsund manns lögðu leið sína á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Um tvö þúsund hátíðargestir komu erlendis frá en talið er að hátíðin skili nokkur hundruð milljónum af sér í tekjur til hinna ýmsu þjónustuaðila í borginni. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin var nú haldin í níunda sinn og þótti hún í alla staði fara vel fram. Lögreglan þurfti lítil afskipti að hafa af tónleikagestum en nokkuð bar á því að gestir reyndu að komast inn með fölsuð inngangsarmbönd. Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að meira hefði verið um slík mál en fyrri ár og verða yfir þrjátíu einstaklingar kærðir fyrir að falsa armbönd. Tónlistarhátíðin setti skemmtilegan svip á miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fyrir þá sem ekki áttu miða á hátíðina var ýmislegt í boði en talið er að hátt í átta þúsund manns hafi mætt á uppákomur tengdar Iceland Airwaves. Hátt í tvö þúsund erlendir gestir komu hingað til lands á hátíðina og voru hótel víða full í miðbænum. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndi að hátíðin skilar nokkur hundruð milljónum króna í tekjur til hinna ýmsu aðila í borginni svo sem veitingastaða. Það er fyrirtækið Hr. Örlygur sem skipuleggur hátíðina og hefur síðustu ár fengið til þess styrk frá Reykjavíkurborg og Icelandair. Eldar segir opinberan stuðning við hátíðina lítinn og hefur fyrirtækið óskað eftir því að ferðaþjónustuaðilar og ráðuneyti komu í auknu mæli að hátíðinni. Fjöldi erlendra blaðamanna komu hingað til lands í tengslum við hátíðina og starfsfólk erlendra útgáfufyrirtækja. Þegar hefur ein íslensk hljómsveit sem spilaði á hátíðinni fengið útgáfusamning við erlendan aðila. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi alla helgina þegar hátt í fimm þúsund manns lögðu leið sína á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Um tvö þúsund hátíðargestir komu erlendis frá en talið er að hátíðin skili nokkur hundruð milljónum af sér í tekjur til hinna ýmsu þjónustuaðila í borginni. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin var nú haldin í níunda sinn og þótti hún í alla staði fara vel fram. Lögreglan þurfti lítil afskipti að hafa af tónleikagestum en nokkuð bar á því að gestir reyndu að komast inn með fölsuð inngangsarmbönd. Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að meira hefði verið um slík mál en fyrri ár og verða yfir þrjátíu einstaklingar kærðir fyrir að falsa armbönd. Tónlistarhátíðin setti skemmtilegan svip á miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fyrir þá sem ekki áttu miða á hátíðina var ýmislegt í boði en talið er að hátt í átta þúsund manns hafi mætt á uppákomur tengdar Iceland Airwaves. Hátt í tvö þúsund erlendir gestir komu hingað til lands á hátíðina og voru hótel víða full í miðbænum. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndi að hátíðin skilar nokkur hundruð milljónum króna í tekjur til hinna ýmsu aðila í borginni svo sem veitingastaða. Það er fyrirtækið Hr. Örlygur sem skipuleggur hátíðina og hefur síðustu ár fengið til þess styrk frá Reykjavíkurborg og Icelandair. Eldar segir opinberan stuðning við hátíðina lítinn og hefur fyrirtækið óskað eftir því að ferðaþjónustuaðilar og ráðuneyti komu í auknu mæli að hátíðinni. Fjöldi erlendra blaðamanna komu hingað til lands í tengslum við hátíðina og starfsfólk erlendra útgáfufyrirtækja. Þegar hefur ein íslensk hljómsveit sem spilaði á hátíðinni fengið útgáfusamning við erlendan aðila.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Sjá meira