Lífið

Frönsk fótboltastjarna í vanda

Makelele með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Noemie Lenoir.
Makelele með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Noemie Lenoir.

Claude Makelele, leikmaður Chelsea á Englandi, er í risavanda eftir að sagt var frá framhjáhaldi hans í morgun.

Það var News of the World sem greindi frá þessu í morgun og birtir viðtal við nærfatafyrirsætuna Katya Prudnikova.

Eiginkona Makelele er hin stórglæsilega Noemie Leonir sem er þekkt í Bretlandi fyrir að sitja fyrir í Marks & Spencer auglýsingum.

Katya segir í viðtalinu að hún hafi fyrst kynnst Makelele fyrir tveimur árum síðan. Hún hafi aldrei vitað af því að hann væri giftur fyrr en sambandinu leynilega var lokið.

Katya segir að Frakkinn smávaxni, sem er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Chelsea, sé góður bólfélagi.

„Hann svakalegur í rúminu. Hann notaði tunguna á allan líkamann minn. Ég missti algerlega stjórn á mér þegar við vorum saman í rúminu."

Makelele lofaði öllu fögru og keypti dýrar gjafir handa henni. Hann bauð henni meira að segja á leiki á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, en passaði að hún væri hvergi nálægt eiginkonum leikmannanna.

Fljótlega fóru að renna tvær grímur á Katya. „Ég fór að átta mig á því að loforð hans um nýtt og betra líf væru innantóm."

Að lokum sendi hún honum sms-skilaboð þar sem hún sagði að hún væri búin að fá sig fullsadda af sambandinu.

Ári síðar fór Makelele að hafa samband á nýjan leik við hana og lofaði öllu fögru.

„Þótt það hafi verið afar heimskulegt samþykkti ég það að hitta hann. Eftir að hann grátbað mig um að fyrirgefa sér lofaði hann að gefa mér 10-15 þúsund pund í mánaðarlegan vasapening og kaupa handa mér nýja íbúð."

En eftir að þau eyddu nóttini saman reyndust loforð hans enn og aftur innantóm. Hann hafði aldrei samband við hana aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.