Lífið

Síðasti meðlimur Rottugengisins látinn

Grínistinn Joey Bishop sem öðlaðist frægð sem meðlimur Rottugengisins með Frank Sinatra, er látinn 89 ára að aldri. Hann var eini eftirlifandi meðlimur gengisins. Árið 1984 lést Peter Lawford, Sammy Davis Junior árið 1990, Dean Martin lést árið 1995 og Frank Sinatra 1998. Bishop lést á heimili sínu á Newport Beach á miðvikudagskvöld.

Rottugengið var upphaflega félagsskapur í kringum Humphrey Bogart og hlaut stjörnufrægð snemma á sjöunda áratugnum. Meðlimirnir komu fram með tónlistar- og grínatriði á Sands hótelinu í Las Vegas.

Gagnrýnendur héldu því gjarnan fram að hlutverk Bishops væri minniháttar í hópnum, en Sinatra kallaði hann „þungamiðju stóra hjólsins."

Bishop á eina bestu frasa sögunnar sem flestir komu til í uppistöndum hans. Hann byrjaði sem dæmi margt grínið á „Son of a gun!" sem var hans hugarsmíð og sérstöku uppáhaldi.

Hópurinn kom saman þegar tækifæri gafst frá störfum þeirra. Þeir léku í ýmsum kvikmyndum eins og Ocean´s Eleven. Rottugengið var í sérstöku uppáhaldi hjá John F. Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en Bishop tók að sér veislustjórn við innsetningu hans í embættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.