Lífið

Amy Winehouse handtekin í Noregi

Amy Winehouse.
Amy Winehouse. MYND/AFP

Ófarir bresku söngkonunnar Amy Winehouse virðast engan enda ætla að taka. Í gær var hún handtekin á hótelherbergi sínu í Björgvin í Noregi fyrir vörslu fíkniefna. Í herberginu fundust sjö grömm af maríjúana.

Á hótelherberginu ásamt Amy var eiginmaður hennar Blake Fielder-Civil og einn til viðbótar sem ekki hefur verið nafngreindur. Amy er nú á tónleikarferðarlagi um Noreg og mun halda tónleika bæði í Björgvin og í Osló. Henni var sleppt að lokinni yfirheyrslu og gert að greiða 42.500 krónur í sekt.

Engar raskarnir verða á tónleikahaldi Amy í Noregi vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.