Lífið

Britney bannað að hitta börnin

Dómari í umgengnis- og forsjármáli Britney Spears og Kevins Federline yfir tveimur börnum þeirra hefur úrskurðað að Britney fái ekki að sjá börnin þar til hún hlýti dómsúrskurði. Ekki er ljóst hvað átt var við með orðalaginu. Scott Gordon dómari hefur fyrirskipað að gerð séu eiturlyfjapróf af söngkonunni vikulega án þess að hún viti hvenær. Hann kvað sannanir fyrir því að Britney notaði oft og reglulega vímuefni og áfengi. Henni var einnig bannað að hitta börnin án tilsjónarmanns. Báðum foreldrum var fyrirskipað að vera ekki undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja í viðurvist barnanna. Parið giftist í október 2004, en fóru fram á skilnað í nóvember á síðasta ári. Þau deildu forsjá, en Federline hefur nú farið fram á að minnsta kosti 70-30 prósent forsjá auk þess að fá hærri fjárhæð við skilnaðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.