Lífið

Lindsay ekki trúlofuð

Fréttir OK! glanstímaritsins af trúlofun Lindsay Lohan og snjóbrettakappans Riley Giles virðast vera stórlega ýktar. Fjölmiðlafulltrúi Lohan vinnur nú grimmt í því að leiðrétta þessar fréttir sem farið hafa sem eldur í sinu síðan þær birtust fyrr í vikunni. Tilefna fréttanna var forláta demantshringur sem Lohan sást bera á baugfingri en fjölmiðlafulltrúinn staðhæfir að hann sé gjöf frá pabba Lindsay.

Lindsay neitar samt ekki fyrir að vera að hitta snjóbrettakappann Riley sem hún hitti á meðferðarheimilinu Promises í grennd við Utah.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.