Lífið

Liz Hurley er nískupúki

Liz ásamt syni sínum Damian og eiginmanninum Arun.
Liz ásamt syni sínum Damian og eiginmanninum Arun. MYND/AFP

Elisabeth Hurley og eiginmaður hennar eru sökuð um nirfilshátt vegna þess að þau greiddu ekki krónu til kirkjunnar þar sem þau voru gefin saman. Vanalega er kostnaður við kór, organista og prest um 130 þúsund krónur. Hurley giftist Arun Nayar í smákirkju við Winchcombe í Gloucestershire í mars síðastliðnum. Veislan var haldin í 15. aldar kastala vinar Hurley skammt frá og hlaut mikla athygli fjölmiðla.

Fjöldi heimsfrægra gesta mætti til smábæjarins til að gleðjast með hjónakornunum og fjölmiðlar fjölluðu töluvert um brúðkaupið.

Hjónin voru gefin saman í St Mary´s kirkjunni. The Independent greinir frá því að parið hafi ekki fyrirfram verið rukkað um kostnaðinn. Búist var við því að þau myndu láta hærri upphæð renna til kirkjunnar eftir brúðkaupið.

Í gær létu safnaðarmeðlimir í ljós mikil vonbrigði með að engin greiðsla hefði borist. Kostnaður vegna kórsins, organista og prestsins er ekki rukkaður fyrirfram, en vanalega láta brúðhjón fjárhæðir nálægt 100 þúsund krónum renna til kirkjunnar.

Fjármagns er þörf í sókninni til að byggja aðra kirkju. Í stað peningaupphæðar tilkynnti talsmaður parsins að þau íhuguðu að gefa kirkjunni 12 bænaskemla fyrir gesti til að krjúpa á.

Bænaskemlar eru hins vegar afar neðarlega á forgagnslista kirkjunnar segir Sue Williams sem sér um fjármál kirkjunnar. Hún segir að hjónin hafi ekki spurt hvort þörf væri á bænaskemlum. "Við þurftum peninga til að borga fyrir hita og rafmagn og nýjar sálmabækur."

Sue segir að mikið hafi verið rætt um málið í sókninni og parið gagnrýnt harkalega fyrir að borga ekki fyrir athöfnina. Hurley hafi ábyggilega efni á að borga 130 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.