Lífið

Heather krefst sex milljarða

Á meðan allt lék í lyndi...
Á meðan allt lék í lyndi...

Viku eftir að Paul McCartney og Heather Mills eyddu átta og hálfum tíma í að komast að samkomulagi um eignaskipti fyrir dómi, hefur parinu enn ekki enn tekist að ná samkomulagi. Í byrjun vikunnar voru vísbendingar um að tekist hefði samkomulag um þriggja milljarða króna greiðslu til Heather. Nýjar fregnir herma hins vegar að hún hafi hækkað fjárhæðina um helming og gefið fyrrverandi manni sínum frest til föstudags til að svara. Annars verði málið útkljáð fyrir dómi.

Parið á saman þriggja ára dóttur, Beatrice.

Samningaviðræður í síðustu viku strönduðu á trúnaðarklausu í samningnum. Fimm dögum síðar klóra lögfræðingar bítilsins sér í höfðinu yfir því hvað hafi fengið Heather til að tvöfalda upphæðina og setja tímamörk með að hún verði samþykkt. The Daily Mail hefur eftir lögfræðiteyminu að ef hún samþykki ekki tillöguna sem lögð var fyrir dóminn í síðustu viku, muni slagur fyrir réti leiða til að smáatriði samningsins verði birt í fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.