Lífið

Óþekktur leikari fær hlutverk Kafteins Kirk

Vúlkaninn Spock. Í nýjustu Star Trek myndinni verður sögð saga áhafnar geimskipsins Enterprise þegar hún hittist í fyrsta skipti.
Vúlkaninn Spock. Í nýjustu Star Trek myndinni verður sögð saga áhafnar geimskipsins Enterprise þegar hún hittist í fyrsta skipti. MYND/365

Lítt þekktur leikari Chris Pine að nafni hefur verið valinn til að leika Kaftein Kirk í nýju Star Trek myndinni. Þá mun leikarinn Karl Urban sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem Eomer í Hringadrottinssögu leika læknirinn Leonard "Bones" McCoy.

Chris Pine afþakkaði meðal annars tilboð frá George Clooney um að leika í nýjustu mynd hans, White Jazz, til þess að fá tækifæri til að leika í Star Trek myndinni.

Myndin verður frumsýnd í desember á næsta ári en mögulegt er að hluti hennar verði tekinn upp hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.