Lífið

Oprah í vandræðum með skjaldkirtilinn

Oprah hefur bætt á sig tíu kílóum.
Oprah hefur bætt á sig tíu kílóum. MYND/Getty

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey hefur opnað sig um skjaldkirtilssjúkdóminn sem hefur verið að hrjá hana en hann varð meðal annars til þess að hún þyngdist um tíu kíló.

Oprah, sem er 53 ára, hefur síðustu vikur verið heldur silaleg í þættinum sínum og svo fór að hún leitaði til læknis. Niðurstaðan var sú að skjaldkirtillinn í henni hefur ekki verið í jafnvægi og á stundum ofvirkur."Líkaminn snérist gegn mér," segir Oprah í samtali við tímaritið O, sem hún gefur sjálf út. "Skjaldkirtilinn hægði á brennslunni hjá mér sem varð til þess að mig langaði að sofa allan daginn. Flestir þyngjast þegar svona gerist og það gerði ég líka. Heil tíu kíló."

Oprah er ekki feiminn við að ræða vandann frekar enn fyrri daginn og í þætti sínum á föstudaginn var sagði hún: "Ég vona að þið konur, sem eruð að ganga í gegnum það sama og ég, farið til læknis. Þetta er vandamál sem margar okkar eiga við að stríða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.