Lífið

Póker kom Pamelu upp að altarinu

MYND/Getty

Pamela Anderson segir að hún og Rick Salomon hafi ákveðið gifta sig á meðan þau spiluðu póker. Þau höfðu verið vinir í ein sautján ár áður en þau ákváðu að ganga upp að altarinu.

"Við vorum að spila póker í Vegas, segir Pamela í samtali við OK. Ég þurfti að bregða mér frá borðinu og bílstjórinn minn kom í minn stað. Þegar ég kom aftur skuldaði ég Rick 250 þúsund dollara," útskýrir hún. "Rick er svo mikill herramaður. Hann sagðist vera tilbúinn til að þurrka skuldina út ef ég gæfi honum koss," segir Pamela. "Við megum því kannski þakka Vegas fyrir að við tókum næsta skref."

Salomon, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa gert kynlífsmyndband með Paris Hilton, er ánægður með sinn hlut. "Ég hef undirbúið þetta í ein fimmtán ár," segir Salomon en hann gekk að eiga Pamelu þann 6. október síðastliðinn og er þetta þriðja hjónaband beggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.