Lífið

Græna barnið hennar Berry

Berrey og bumban á frumsýningunni.
Berrey og bumban á frumsýningunni. MYND/Getty

Hin 41 árs gamla Halle Berry, sem er komin rúma fjóra mánuði á leið, nýtur meðgöngunnar í botn og ætlar einungis að kaupa umhverfisvæna hluti handa fyrsta barni sínu.

Berry sýndi litlu kúluna sína með stolti á fumsýningu nýjustu myndar sinnar Things We Lost in the Fire á mánudag. Hún sagðist vera að vinna í barnaherberginu þessa dagana og að þar yrðu einungis umhverfisvæn húsgögn. "Svo er farið að gera umhverfisvænar einnota bleyjur og mun ég að sjálfsögðu nota þær," sagði hún við fréttamenn á staðnum.

Berry og kærastinn hennar Gabriel Aubry voru óaðskiljanleg í veislunni á eftir sýninguna. Hann hélt utanum hina verðandi móður og klappaði henni á magann.

Meðleikarar Berry í myndinni gáfu henni bók um móðurhlutverkið og sást hún blaðra í henni á meðan á veislunni stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.