Lífið

John Voight kominn með nóg af árásum barna sinna

MYND/Getty

Leikarinn Jon Voight hefur svarað gagnrýni sonar síns opinberlega en sonur hans, James Haven, segir í samtali við Marie Claire að Voight hafa látið móður hans ganga í gegnum andlegar kvalir svo árum skipti. "Ég vil ekki alltaf vera að gagnrýna föður minn en hann beitti móður mína andlegu ofbeldi sem hefur orðið til þess að ég ber málefni barna og kvenna fyrir brjósti. Hjá mér eru það trúarbrögð að hjálpa ekkjum og munaðarleysingjum," segir hann í viðtalinu.

Angelina Jolie, systir Havens, hefur einnig gagnrýnt föður sinn fyrir að yfirgefa móður sína og skilja hana eftir með börnin. Jolie og Voight hafa ekki talast við síðan 2002.

Voight er nú kominn með nóg af árásum barna sinna. "Það er mjög sárt þegar börnin manns mála svona svarta mynd af manni," segir hann í samtali við Life & Style tímaritið. "Móðir þeirra var eðlilega mjög sár eftir að við skildum en börnin voru alin á reiði hennar í minn garð og virðast ekki geta losað sig við hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.