Lífið

Gyllenhaal vill ekki predika

MYND/Getty

Leikarinn Jake Gyllenhaal segist forðast það eins og heitann eldinn að leika í kvikmyndum með sterkum boðskap, þrátt fyrir að hafa leikið í myndum á borð við Brokeback Mountain og Rendition. Gyllenhaal heldur því jafnframt fram að það hafi verið hrein tilviljun að hommakúrekarnir í Brokeback Mountain og hryðjuverkin sem eru tekin fyrir í Rendition séu einmitt heit umfjöllunarefni samtímans.

"Ég vil helst ekki leika í kvikmyndum með boðskap. Hann á það til að breytast í predikun og mér finnst ekki að kvikmyndir eigi að snúast um það. Það er mikilvægt fyrir mig að leika í kvikmyndum þar sem áhersla er lögð á hið mannlega. Þess vegna lék ég í Rendition en það vill svo til að umfjöllunarefni myndarinnar hefur verið mikið í umræðunni.

Mér finnst mjög mikilvægt að við Bandaríkjamenn íhugum þau pólitísku mál sem eru tekin fyrir í myndinni. Fyrir vikið er eins og myndin sé mjög pólitísk og að hún hafi boðskap, en í raun og veru fjallar hún um mannlegt eðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.