Lífið

Ferrera flytur af öryggisástæðum

Farrera hefði auðveldlega getað orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum.
Farrera hefði auðveldlega getað orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. MYND/Getty

America Ferrera, leikkonan úr þáttunum um Ljótu Betty, neyddist til að flytja af heimili sínu í Hollywood á dögunum þar sem framleiðendum þáttanna fannst aðdáendur eiga of auðvelt með að nálgast hana.

Ferrera þurfti að gjöra svo vel að yfirgefa heimilið jafnvel þótt engar hótanir hefðu borist. "Þetta snérist um öryggi mitt," sagði hún í samtali við fjölmiðla. "Ég bjó í íbúð í Hollywood þar sem glugginn snéri út að götu og ég skildi hann alltaf eftir opinn. Yfirmönnum mínum fannst það ekki sérstaklega góð hugmynd þar sem hver sem er gat séð inn til mín og auðveldlega komist inn. Ég ákvað því bara að láta slag standa og flytja," sagði Ferrera. "Ég vil láta fara lítið fyrir mér og öryggi skiptir mig miklu máli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.