Lífið

Kidman bannar börnum sínum að fá sér húðflúr

Kidman og börnin.
Kidman og börnin. MYND/Getty

Nicole Kidman hefur áhyggjur af því að börn hennar þroskist of hratt. Hún er þegar byrjuð að leggja þeim lífsreglurnar og hefur bannað þeim að fá sér húðflúr.

Bella, 15 ára, og Connor, 12 ára, sem eru ættleidd börn Kidman og Tom Cruise, virðast vera farin að gera uppreisn gegn foreldrum sínum. "Bella kom heim með blátt hár um daginn, en sem betur fer entist það bara ekki lengi. Við þurftum hins vegar að ræða málin alvarlega um daginn þar sem hún vildi fá sér húðflúr," segir Kidman.

"Keith, eiginmaður minn, er með húðflúr og ég hef ekkert á móti þeim. Ég held hins vegar að fólk þurfi að vera komið á vissan aldur áður en það tekur svo stóra ákvörðun. Kannski er ég gamaldags en það verður bara að hafa það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.