Lífið

Dagur eins og sannkölluð Armani fyrirsæta

Félagarnir tóku sig vel út þegar þeir kynntu nýtt meirihlutasamstarf þann 11. október síðastliðinn.
Félagarnir tóku sig vel út þegar þeir kynntu nýtt meirihlutasamstarf þann 11. október síðastliðinn. MYND/Vilhelm

Þeir Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson hafa nú gengið í eina sæng og ætla framvegis að sammælast um hin ýmsu borgarmál. Það er ekki amalegt að fá tvo fjallmyndarlega karlmenn í brúnna sem auk þess tóna vel við hvorn annan með dökku yfirbragði sínu.

Hárgreiðslur kappanna eru þó ærið ólíkar. Vísir fékk hárgreiðslumanninn Bödda á Hársnyrtistofunni Jóa og félögum til að segja álit sitt á þeim og stóð ekki á svörum. „Dagur er einn af þessum heppnu. Hann er með náttúrulega fallegt hár sem einungis um 10 prósent landsmanna geta státað af. Ef hann er vel klipptur þarf hann ekkert meira að gera enda lýsti hann því sjálfur í nýlegu viðtali, þar sem hann var spurður að því hvaða hárvörur hann notaði, að hann tæki bara það sem hendi væri næst. Auk þess situr hárið pikkfast á hausnum og er hann eins og sannkölluð Armani fyrirsæta.

Björn Ingi er síðan með mjög venjulega herraklippingu en hann mætti alveg poppa hana aðeins upp. Hún er svolítið stíf og stundum er hárið svo klesst niður að ætla mætti að hann hafi verið með húfu á hausnum hálfan daginn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.