Árshátíð íslenskra hljómsveita í uppsiglingu 15. október 2007 13:04 Uppselt hefur verið á hátíðina síðastliðin fjögur ár og fyrir helgi seldust armböndin í ár upp. MYND/365 Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst næstkomandi miðvikudag eins og flestir eflaust vita. Hátíðin er sú stærsta til þessa og hefur hún bæði stækkað að umfangi og virðingu með hverju ári, segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Í ár troða um 200 hljómsveitir og tónlistarmenn upp og þar af eru um 50 erlend númer. Hátíðin er orðin fastur liður hjá blaðamönnum og tónlistarfólki víðsvegar um heiminn og segir Eldar að von sé á 600 blaðamönnum frá öllum heimshornum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi en þó eru nokkrir sem koma alla leiðina frá Ástralíu og Japan," segir Eldar. „Auk þess velur til dæmis fólk á vegum ferða- og tískutímarita þennan tíma til að sækja landið heim enda mikið um að vera." Eldar er ein aðal sprautan á bak við hátíðinaMYND/365 Aðspurður að því hvort einhver sérstakur dagur standi upp úr á hátíðinni segir hann að stærstu númerin troði upp á fimmtudag, föstudag og laugardag og í því sambandi nefnir hann hljómsveitirnar Of Monteal og Derhoof frá Bandaríkjunum og Bloc Party frá Bretlandi. Eldar segir fjölda hljómsveita sækjast eftir því að fá að spila á hátíðinni. „Um 300 íslenskar hljómsveitir sóttu um en vísa þurfti um helmingnum frá þrátt fyrir að margar hafi verið frambærilegar." Hann segir hátíðina eins konar árshátíð íslenskra hljómsveita og að þar sé kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Retro StefsonMYND/365 Hljómsveitin Retro Stefson tróð upp á litla sviðinu á Gauki á stöng í fyrra. Hin unga hljómsveit sem er skipuð 16 og 17 ára nemendum úr Austurbæjarskóla og MH hefur síðan spilað úti um víðan völl og treður upp á NASA á fimmtudagskvöldið. Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlimur hljómsveitarinnar, segir Iceland Airwaves hafa verið einskonar stökkpall og bindur miklar vonir við hátíðina í ár. Sprengjuhöllin spilaði einnig á Gauki á stöng í fyrra og vakti mikla athygli. „Við erum mjög ánægðir með þá kynningu sem við fengum og höfum varla haft undan síðan," segir Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari og gítarleikari. „Ég er mjög ánægður með hátíðina og hvernig að henni er staðið. Þetta er frábært tækifæri fyrir hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri og erum við mjög spenntir fyrir því að koma fram en líka fyrir því að sjá öll hin númerin." Sprengjuhöllin treður upp á skemmtistaðnum Lídó á fimmtudagskvöldið en þess má geta að plata hljómsveitarinnar, Tímarnir okkar, kom út 10. október síðastliðinn og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Hún er uppseld hjá útgefanda og er annað upplag væntanlegt í vikunni. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst næstkomandi miðvikudag eins og flestir eflaust vita. Hátíðin er sú stærsta til þessa og hefur hún bæði stækkað að umfangi og virðingu með hverju ári, segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Í ár troða um 200 hljómsveitir og tónlistarmenn upp og þar af eru um 50 erlend númer. Hátíðin er orðin fastur liður hjá blaðamönnum og tónlistarfólki víðsvegar um heiminn og segir Eldar að von sé á 600 blaðamönnum frá öllum heimshornum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi en þó eru nokkrir sem koma alla leiðina frá Ástralíu og Japan," segir Eldar. „Auk þess velur til dæmis fólk á vegum ferða- og tískutímarita þennan tíma til að sækja landið heim enda mikið um að vera." Eldar er ein aðal sprautan á bak við hátíðinaMYND/365 Aðspurður að því hvort einhver sérstakur dagur standi upp úr á hátíðinni segir hann að stærstu númerin troði upp á fimmtudag, föstudag og laugardag og í því sambandi nefnir hann hljómsveitirnar Of Monteal og Derhoof frá Bandaríkjunum og Bloc Party frá Bretlandi. Eldar segir fjölda hljómsveita sækjast eftir því að fá að spila á hátíðinni. „Um 300 íslenskar hljómsveitir sóttu um en vísa þurfti um helmingnum frá þrátt fyrir að margar hafi verið frambærilegar." Hann segir hátíðina eins konar árshátíð íslenskra hljómsveita og að þar sé kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Retro StefsonMYND/365 Hljómsveitin Retro Stefson tróð upp á litla sviðinu á Gauki á stöng í fyrra. Hin unga hljómsveit sem er skipuð 16 og 17 ára nemendum úr Austurbæjarskóla og MH hefur síðan spilað úti um víðan völl og treður upp á NASA á fimmtudagskvöldið. Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlimur hljómsveitarinnar, segir Iceland Airwaves hafa verið einskonar stökkpall og bindur miklar vonir við hátíðina í ár. Sprengjuhöllin spilaði einnig á Gauki á stöng í fyrra og vakti mikla athygli. „Við erum mjög ánægðir með þá kynningu sem við fengum og höfum varla haft undan síðan," segir Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari og gítarleikari. „Ég er mjög ánægður með hátíðina og hvernig að henni er staðið. Þetta er frábært tækifæri fyrir hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri og erum við mjög spenntir fyrir því að koma fram en líka fyrir því að sjá öll hin númerin." Sprengjuhöllin treður upp á skemmtistaðnum Lídó á fimmtudagskvöldið en þess má geta að plata hljómsveitarinnar, Tímarnir okkar, kom út 10. október síðastliðinn og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Hún er uppseld hjá útgefanda og er annað upplag væntanlegt í vikunni.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira