Árshátíð íslenskra hljómsveita í uppsiglingu 15. október 2007 13:04 Uppselt hefur verið á hátíðina síðastliðin fjögur ár og fyrir helgi seldust armböndin í ár upp. MYND/365 Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst næstkomandi miðvikudag eins og flestir eflaust vita. Hátíðin er sú stærsta til þessa og hefur hún bæði stækkað að umfangi og virðingu með hverju ári, segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Í ár troða um 200 hljómsveitir og tónlistarmenn upp og þar af eru um 50 erlend númer. Hátíðin er orðin fastur liður hjá blaðamönnum og tónlistarfólki víðsvegar um heiminn og segir Eldar að von sé á 600 blaðamönnum frá öllum heimshornum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi en þó eru nokkrir sem koma alla leiðina frá Ástralíu og Japan," segir Eldar. „Auk þess velur til dæmis fólk á vegum ferða- og tískutímarita þennan tíma til að sækja landið heim enda mikið um að vera." Eldar er ein aðal sprautan á bak við hátíðinaMYND/365 Aðspurður að því hvort einhver sérstakur dagur standi upp úr á hátíðinni segir hann að stærstu númerin troði upp á fimmtudag, föstudag og laugardag og í því sambandi nefnir hann hljómsveitirnar Of Monteal og Derhoof frá Bandaríkjunum og Bloc Party frá Bretlandi. Eldar segir fjölda hljómsveita sækjast eftir því að fá að spila á hátíðinni. „Um 300 íslenskar hljómsveitir sóttu um en vísa þurfti um helmingnum frá þrátt fyrir að margar hafi verið frambærilegar." Hann segir hátíðina eins konar árshátíð íslenskra hljómsveita og að þar sé kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Retro StefsonMYND/365 Hljómsveitin Retro Stefson tróð upp á litla sviðinu á Gauki á stöng í fyrra. Hin unga hljómsveit sem er skipuð 16 og 17 ára nemendum úr Austurbæjarskóla og MH hefur síðan spilað úti um víðan völl og treður upp á NASA á fimmtudagskvöldið. Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlimur hljómsveitarinnar, segir Iceland Airwaves hafa verið einskonar stökkpall og bindur miklar vonir við hátíðina í ár. Sprengjuhöllin spilaði einnig á Gauki á stöng í fyrra og vakti mikla athygli. „Við erum mjög ánægðir með þá kynningu sem við fengum og höfum varla haft undan síðan," segir Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari og gítarleikari. „Ég er mjög ánægður með hátíðina og hvernig að henni er staðið. Þetta er frábært tækifæri fyrir hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri og erum við mjög spenntir fyrir því að koma fram en líka fyrir því að sjá öll hin númerin." Sprengjuhöllin treður upp á skemmtistaðnum Lídó á fimmtudagskvöldið en þess má geta að plata hljómsveitarinnar, Tímarnir okkar, kom út 10. október síðastliðinn og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Hún er uppseld hjá útgefanda og er annað upplag væntanlegt í vikunni. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst næstkomandi miðvikudag eins og flestir eflaust vita. Hátíðin er sú stærsta til þessa og hefur hún bæði stækkað að umfangi og virðingu með hverju ári, segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Í ár troða um 200 hljómsveitir og tónlistarmenn upp og þar af eru um 50 erlend númer. Hátíðin er orðin fastur liður hjá blaðamönnum og tónlistarfólki víðsvegar um heiminn og segir Eldar að von sé á 600 blaðamönnum frá öllum heimshornum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi en þó eru nokkrir sem koma alla leiðina frá Ástralíu og Japan," segir Eldar. „Auk þess velur til dæmis fólk á vegum ferða- og tískutímarita þennan tíma til að sækja landið heim enda mikið um að vera." Eldar er ein aðal sprautan á bak við hátíðinaMYND/365 Aðspurður að því hvort einhver sérstakur dagur standi upp úr á hátíðinni segir hann að stærstu númerin troði upp á fimmtudag, föstudag og laugardag og í því sambandi nefnir hann hljómsveitirnar Of Monteal og Derhoof frá Bandaríkjunum og Bloc Party frá Bretlandi. Eldar segir fjölda hljómsveita sækjast eftir því að fá að spila á hátíðinni. „Um 300 íslenskar hljómsveitir sóttu um en vísa þurfti um helmingnum frá þrátt fyrir að margar hafi verið frambærilegar." Hann segir hátíðina eins konar árshátíð íslenskra hljómsveita og að þar sé kjörið tækifæri til að koma sér á framfæri. Retro StefsonMYND/365 Hljómsveitin Retro Stefson tróð upp á litla sviðinu á Gauki á stöng í fyrra. Hin unga hljómsveit sem er skipuð 16 og 17 ára nemendum úr Austurbæjarskóla og MH hefur síðan spilað úti um víðan völl og treður upp á NASA á fimmtudagskvöldið. Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlimur hljómsveitarinnar, segir Iceland Airwaves hafa verið einskonar stökkpall og bindur miklar vonir við hátíðina í ár. Sprengjuhöllin spilaði einnig á Gauki á stöng í fyrra og vakti mikla athygli. „Við erum mjög ánægðir með þá kynningu sem við fengum og höfum varla haft undan síðan," segir Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari og gítarleikari. „Ég er mjög ánægður með hátíðina og hvernig að henni er staðið. Þetta er frábært tækifæri fyrir hljómsveitir sem vilja koma sér á framfæri og erum við mjög spenntir fyrir því að koma fram en líka fyrir því að sjá öll hin númerin." Sprengjuhöllin treður upp á skemmtistaðnum Lídó á fimmtudagskvöldið en þess má geta að plata hljómsveitarinnar, Tímarnir okkar, kom út 10. október síðastliðinn og er mest selda plata landsins um þessar mundir. Hún er uppseld hjá útgefanda og er annað upplag væntanlegt í vikunni.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira