Lífið

Julia Roberts hreppti Cinematheque verðlaunin

Julia Roberts við athöfnina á föstudagskvöldið.
Julia Roberts við athöfnina á föstudagskvöldið. MYND/AFP
"Ég er bara lítil stelpa frá smábæ í Georgíu sem átti stóran og skrítinn draum," sagði Julia Roberts þegar hún tók við bandarísku Cinematheque verðlaununum við hátíðlega athöfn í Los Angeles á föstudagskvöldið. Leikkonan sem á þrjú lítil börn sagðist vera mest stolt af því að vera eiginkona og móðir. Cinematheque verðlaunin hafa áður runnið til Steven Spieleberg, Tom Cruise, Martin Scorsese og Nicole Kidman. Julia hlaut Óskarsverðlaunin árið 2001 fyrir hlutverk sitt í myndinni Erin Brockovich sem gerð var af Steven Soderbergh. “Ég held að ég hafi komið inn í bransann á réttum tíma ... maður gat virkilega hlúð á viðkvæman hátt að hlutverkum sínum, “ sagði Roberts á góðgerðarsamkomu eftir afhendinguna í Beverly Hills. Tom Hanks,Natalie Portman og Sally Field voru meðal þeirra sem voru viðstödd verðlaunaafhendinguna. Tom Hanks sparaði ekki stóru orðin um leikkonuna. Hann sagði að allir elskuðu Juliu Roberts, "... allir, allir, allir.” Hanks leikur á móti Juliu í myndinni Charlie Wilson´s War sem fjallar um stríðið í Afghanistan. Cinematheque verðlaunin voru fyrst veitt árið 1986. Þau eru ætluð til að afla fjár til að styðja við bakið á upprennandi kvikmyndaframleiðendum. Julia Roberts hefur verið ein ástsælasta leikkona í Hollywood frá því henni skaut upp á stjörnuhimininn með leik sínum í myndinni Mystic Pizza árið 1988. Aðrar myndir sem hún hefur leikið í eru meðal annars Steel Magnolias og Pretty Woman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.